Ekki náðist lágmarks þátttaka í prófkjör hjá H-listanum

Framboðsfrestur vegna prófkjörs hjá Bæjarmálafélaginu fyrir Heimaey rann út
laugardaginn 19. febrúar síðastliðinn.

Tíu formleg framboð bárust í sæti á listanum. Samkvæmt samþykktum um prófkjörið átti að kjósa um fjögur efstu sætin og lágmarksþátttaka var að 6 einstaklingar biðu sig fram í þau sæti. Það bárust 4 framboð í fjögur efstu sætin. Prófkjörið verður því ekki haldið, sem er miður. Ánægjulegt er þó að finna mikinn áhuga fólks á að taka sæti á listanum þó færri sækist eftir efstu sætum.

Kjörnefnd mun halda starfi sínu áfram með breyttum áherslum og undirbúa framboðslista sem lagður verður fyrir almennan félagsfund. Þar gefst öllum félögum í bæjarmálafélaginu kostur á að kjósa um þann lista sem boðinn verður fram í vor.

Kjörnefnd hvetur áhugasama að hafa samband í gegnum netfangið fyrirheimey@gmail.com hvort sem er til að taka sæti á lista eða til að starfa með félaginu.

Kjörnefnd Bæjarmálafélagsins Fyrir Heimaey

Nýjustu fréttir

Eyjakona og drottning íslenskrar knattspyrnu
Bæjarstjórnarfundur í beinni
Andri Erlingsson til Kristianstad
Verulegur munur á tilboðum í flóðlýsingu Hásteinsvallar
Minningar um gos – söngvar og sögur í Eldheimum
„Fínasti vertíðarfiskur”
Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.