Ekki vera fáviti - Myndband
Druslugangan var haldin í gær en hún er samstöðuganga með þolendum kynferðislegs ofbeldis. Megin markmið göngunnar er að losa þolendur undan skömminni sem kynferðislegt ofbeldi á til að skilja eftir sig og skila henni þangað sem hún á heima, til gerenda.

„Ofbeldi er samfélagslegt vandamál. Ábyrgð á ofbeldisverki ber þó gerandinn einn. Aldrei má deila þeirri ábyrgð; hvorki á fórnarlambið né aðstæður og umhverfi. Gerandinn ber einn alla sök. Þeir sem standa að Þjóðhátíð Vestmannaeyja munu aldrei samþykkja eða þagga niður ofbeldisverk, hvort sem þau eru framin á vettvangi hátíðarinnar eða annars staðar. ÍBV Íþróttafélag fordæmir allt ofbeldi harðlega – og eru þolendur og vitni hvött til að tilkynna um öll slík mál til lögreglu, gæsluaðila, áfallateymis, eða annarra aðila sem að málum þessum koma. Þolendur ofbeldis munu alltaf hafa fullan stuðning þeirra sem standa að Þjóðhátíð og munu hagsmunir þeirra ávallt vera í fyrirrúmi þegar kemur að viðbrögðum og úrvinnslu.“ Þetta kemur fram í yfirlýsingu ÍBV gegn ofbeldi.

Hér að neðan eru mikilvæg skilaboð!

 

Nýjustu fréttir

Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Guðbrandur Einarsson segir af sér þingmennsku
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.