Ekki rétt að búið sé að fresta opnun Landeyjahafnar
27. maí, 2010
Orðrómur hefur gengið um í bænum og á samskiptavefnum Facebook þess efnis að búið sé að fresta opnun Landeyjahafnar þar til í september en ekki megi greina frá því fyrr en eftir sveitastjórnakosningar á laugardaginn. Eyjafréttir höfðu samband við Sigurð Áss Grétarsson hjá Siglingastofnun en hann segir að ekki sé búið að fresta opnun hafnarinnar.