Ekki tilbúnar til að taka þátt í eðlilegum og sjálfsögðum breytingum
19. maí, 2011
Að undanförnu hefur verið unnið að breytingum á ýmsum málum í afgreiðslu Herjólfs í Vestmannaeyjum. Breytingarnar eru gerðar samhliða innleiðingu á nýju og fullkomnu sölu- og bókunarkerfi sem var tekið í notkun í febrúar. Nýja bókunarkerfinu er m.a. ætlað að einfalda hluti varðandi afgreiðslu og bæta þannig þjónustuna við farþegana sem ferðast með Herjólfi.