Eldað fyrir Ísland
Rauðakrossdeild Vestmannaeyja stendur fyrir fjöldahjálparæfingu, í tilefni af landsæfingu þar sem sjálfboðaliðar standa vaktina rétt eins og raunverulegt neyðarástand hafi skapast. Hefur Rauðakrossdeildin aðsetur í Barnaskólanum.
Rauði krossinn segir að skapist alvöru neyð sé mikilvægt fyrir alla landsmenn og erlenda gesti að vita hvert á að sækja hjálp og hvar er hægt að komast í öruggt skjól. Rauði krossinn vonast til þess almenningur taki þátt í æfingunni með því að mæta í fjöldahjálparstöðvarnar.
Eitt af hlutverkum Rauða krossins sé að opna fjöldahjálparstöðvar fyrir fólk í nauð. �??�?etta er gert fyrst og fremst til að sýna fólki hvar þeirra stöðvar eru, þannig að fólk geti ratað þangað ef á þarf að halda.�?? Síðan kynni þetta verkefni Rauða krossins á neyðarstund.
Allir sem koma í fjöldahjálparstöðina í Barnaskólanum eru skráðir, fá kjötsúpu og kynningu á hlutverki Rauða krossins við þessar aðstæður,
Fólk getur með þátttöku í æfingunni kynnst því hvernig það sé að vera í fjöldahjálparstöð ef það þarf að yfirgefa heimili sitt. �?fingin stendur til kl. 15.00 í dag, sunnudag.

Nýjustu fréttir

Elliði Snær skoraði átta mörk í jafntefli Íslands
Fylgi flokkanna í Eyjum
Komu inn vegna veðurs
Afslættir hverfa með bættu raforkuöryggi
Jason Stefánsson meðal útskriftarnema FÍV 
Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.