Um klukkan átta í morgun hófst eldgos á Reykjanesi. Fyrsta mat á staðsetningu er suðsuðaustan við Hagafell.
Af fyrstu myndum úr eftirlitsflugi Landhelgisgæslunnar hefur sprunga opnast beggja vegna varnargarðanna sem byrjað vara að reisa norðan Grindavíkur.
Af myndum að dæma rennur hraun nú í átt að Grindavík. Út frá mælingum úr þyrlu Landhelgisgæslunnar er jaðarinn nú um 450 m frá nyrstu húsum í bænum, segir í frétt á vef Veðurstofu Íslands.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst