Níu keppendur úr glímuliði HSK tóku þátt í mótinu og náðu fimm þeirra verðlaunasætum. Elísabeth Patriarca vann keppnina í opnum flokki kvenna og varð í þriðja sæti í +65 kg flokki. Herdís Rútsdóttir sigraði í 65 kg flokki kvenna og þar varð Stella Rúnarsdóttir önnur. Stefán Geirsson varð annar í +90 kg flokkki karla og þriðji í opnum flokki. �?á varð Rúnar Guðmundsson þriðji í 80 kg flokki karla.
�?egar tveimur umferðum af þremur er lokið er Stefán í 1.-2. sæti í keppninni um titil í +90 kg flokki og þar er �?lafur Oddur Sigurðsson í 3. �? 4. sæti, en hann var ekki meðal þáttakenda um helgina. Herdís leiðir síðan keppnina í sínum þyngarflokki og einnig Elísabeth sem er með fullt hús stiga í +65 kg flokki.
HSK er í efsta sæti þátttökuliða í stigakeppninni í kvennaflokki með 46 stig, en GFD er í öðru sæti með 27 stig. Karlasveit HSK er í öðru sæti í stigakeppninni hjá körlum með 37 stig, en KR leiðir með 69 stig. Unglingarnir eru síðan í fjórða sæti í sínum flokki með 6,5 stig. Mjög spennandi keppni er í heildarstigakeppni mótsins, en KR er með 90 stig, en HSK er í öðru sæti með 89,5 stig.
Frétt frá HSK.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst