Kínverska sendiráðið á Íslandi birti nýlega á facebook síðu sinni myndir af nokkrum kökum. Það sem vakti athygli blaðamanns Eyjafrétta var sú staðreynd að kökurnar skreyttar til að líta út eins og Elliðaey. Hjá sendiráðinu fengust þær skýringar að hér væri á ferðinni mjög vinsæl uppskrift í Kína eða svokölluð “Chiffon rjómaterta með Oreo fyllingu” en vinsælt þykir að skreyta kökurnar með landslags þema.
Af hverju þær líta út eins og Elliðaey sagði viðmælandi Eyjafrétta marga Kínverja lengi hafa haft mikinn áhuga og aðdáun til hins fjarlæga Íslands. Til marks um það hafa meira en 10 milljónir kínverskra notenda WeChat, samfélagsmiðils í líkingu við Twitter, tilgreint staðsetningu sína á miðlinum sem Ísland.
Húsið á Elliðaey er þekkt sem “loneliest house in the world” og að sögn upphaflegs skapara er merking þessarar köku “Allir eru einangruð eyja, svo við verðum í örvæntingu að finna hvort annað.” Aðrar eftirhermur eru að mestu innblásnir af ást sinni á Íslandi. Sumir sögðu að þar sem þeir hafa ekki komið til Íslands vilji þeir gera íslenska köku fyrst.
Sá sem sat fyrir svörum hjá sendiráðinu hafði ekki smakkað Elliðaeyjar-köku en bjóst fastlega við því að þær væru frábærar á bragðið.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst