Endilega ræðum málin!
Eftir Pál Magnússon
6. desember, 2025
Pall Magnusson Vestmaneyar
Páll Magnússon

Það er mikilsvert að bæjarbúar – ekki síst unga fólkið – láti sér annt um bæinn sinn og veki máls á því sem þeim þykir að betur mætti fara. Mér þótti það því sérstakt gleðiefni að sjá ungan og duglegan mann sem ég kannast ágætlega við, Jóhann Inga Óskarsson, kveða sér hljóðs í bæjarmiðlunum – ekki einu sinni heldur tvisvar um bæjarmálin. Það er rétt sem hann segir að opinber umræða um þessi málefni mætti vera miklu meiri – og við sem erum kjörnir fulltrúar mættum standa okkur mun betur í þeim efnum en raun ber vitni.  

Að því sögðu þykir mér bæði rétt og skylt að bregðast efnislega við nokkrum þeim atriðum sem Jóhann Ingi nefnir og beinir til bæjarstjórnar.  

  1. Jóhann Ingi: ‘’Í árslok 2018 var sveitarfélagið nánast skuldlaust og það voru til 3,9 milljarðar í sjóðum sveitarfélagsins (skammtímafjárfestingar og handbært fé), sem samsvarar um 5,6 milljörðum króna á verðlagi dagsins í dag. Í dag (miðað við seinasta ársreikning) eru þessir sjóðir komnir niður í um 1,7 milljarð. Það þýðir að á verðlagi dagsins er búið að eyða um 3,9 milljörðum króna af sjóðum sem áður voru ætlaðir til að sækja fram, bregðast við áföllum og tryggja stöðugar vaxtatekjur.’’   

 

Athugasemdir: Þennan hluta af grein Jóhanns Inga er skemmtilegast að ræða. Hér þarf vel stætt og skuldlaust sveitarfélag að svara lúxusspurningunni: Hvort eru fjármunir bæjarbúa betur geymdir inni á bankabók eða í innviðum sem bæta líf eigendanna og tekjur þeirra til frambúðar? Rétta svarið er auðvitað: Á báðum stöðum! Og þá er bara næsta spurning: Í hvaða hlutföllum?   

2018 námu heildareignir bæjarsjóðs tæplega 13 milljörðum króna; fastafjármunir tæpir 10 milljarðar og handbært fé rúmlega 3 milljarðar.  

2024 voru heildareignirnar komnar í tæplega 18 milljarða; fastafjármunir tæpir 16 milljarðar og handbært fé tæpir 2 milljarðar.  

Stærsta skýringin á mismuninum á handbæru fé milli þessara ára er að bæjarsjóður ‘’lánaði sjálfum sér’’, eða eignarhaldsfélaginu Eygló í hans eigu’’,  rúmlega 700 milljónir til að leggja ljósleiðarakerfi í bænum þannig að háhraða nettengingar stæðu öllum bæjarbúum til boða. Öll fjarskiptafyrirtækin á Íslandi höfðu hafnað því að gera þetta fyrir eiginn reikning – en auðvitað er þetta lykilatriði í því að gera Vestmannaeyjar samkeppnishæfan búsetukost fyrir ungt fólk til framtíðar. Þannig var hluta af peningunum á bankabókinni breytt í háhraða ljósleiðaratengingu fyrir bæjarbúa. Og sagan er ekki öll því með sölunni á Eygló til Mílu fyrir nokkrum mánuðum fyrir rúmlega 700 milljónir koma peningarnir aftur inn í bæjarsjóð og hægt að nota þá ‘’aftur’’ til enn frekari innviðauppbyggingar eða geyma þá inni á bankabókinni – ef menn vilja það frekar.   

Þetta er líklega ábatasamasta fjárfesting sem ég hef tekið þátt í – hvortheldur sem einstaklingur, stjórnandi fyrirtækja bæði í einkaeigu og opinberri – eða sem bæjarfulltrúi í Vestmannaeyjum. Þessum fjármunum var sannarlega ekki ‘’eytt’’ eins og Jóhann Ingi kallar það í grein sinni.  

Leikskólaplássum fjölgað um 60 

  

  1. Jóhann Ingi: ‘’Bæjarstjórnin hrósar sér af nægilegu leik-  skólaplássi, en hvað segir það þegar börnum fjölgar ekki og nýjar fjölskyldur eru ekki að flytja hingað í sama mæli og áður? Á okkur bara að finnast að frábært að það sé nægt leikskólapláss þótt þeim hafi ekki fjölgað í tugi ára?’’ 

 

Athugasemd: Í grein sinn valdi Jóhann Ingi sér árið 2018 sem nokkurs konar upphafspunkt og ágætt að halda sig við það. Íbúum í Vestmannaeyjum hefur frá því ári fjölgað um tæplega 600 og eru nú 4,780 og hafa ekki verið fleiri síðan um 2001. Og þetta þýðir auðvitað, sem betur fer, að börnunum hefur fjölgað líka.  Til að mæta því hefur leikskólaplásum verið fjölgað um tæplega 60 frá 2019, eða um 25%.  

Hvaðan í veröldinni kemur Jóhanni Inga sú ‘’vitneskja’’ að leikskólaplássum hafi ‘’ekki fjölgað í tugi ára’’?  

Þessu til viðbótar er svo gert ráð fyrir að í tengslum við nýtt íbúðahverfi í Löngulág rísi nýr 6-8 deilda leikskóli  þar sem verður rými fyrir a.m.k. rúmlega 100 börn. Hafist verður handa við hönnun nýja leikskólans á næsta ári,  eins og  bæjarstjórn samþykkti nýverið í fjárhagsáætlun fyrir 2026.  

 

Unnið með atvinnulífinu 

  1. Jóhann Ingi: ‘’ Það eru einkaaðilar eins og Laxey sem hafa skapað tækifærin, ekki bæjarstjórnin’’.  

 

Athugasemd: Þetta er auðvitað hárrétt hjá Jóhanni Inga. Enda vill hann varla að bæjaryfirvöld séu að standa í því að stofna fyritæki og skapa atvinnutækifæri? Fullmikill kommúnismi fyrir hann myndi ég ætla. Það sem bæjaryfirvöld geta hins vegar gert er að róa með framtakssömum einstaklingum; skapa þeim eins góðar aðstæður og unnt er og liðka fyrir þeim með skjóta og örugga fyrirgreiðslu í öllu því sem snýr að opinberum aðilum. Nákvæmlega það hefur Vestmannaeyjabær gert gagnvart Laxey – og forsvarsmenn á þeim bæ munu örugglega staðfesta það hvar og hvenær sem er. Hafa reyndar margsinnis gert það og við ýmis tilefni sagt að framganga og stuðningur bæjaryfirvalda við verkefnið hafi verið einn af lykilþáttunum í því hvað þetta hefur gengið hratt og vel.  

 

Nýtt eftirskólaúrræði 

 

  1. Jóhann Ingi: ‘’Nú eru liðnar rúmlega tíu vikur af skólaárinu, en sértæk frístundaþjónusta fyrir fatlaða hefur enn ekki náð eðlilegum rekstri. Biðlistar á leikskólum lengjast stöðugt. Ég þekki fjölskyldur sem þurfa að endurraða vöktum, nýta frí, leita eftir aukavinnu og treysta á stuðning frá ömmum og öfum – allt til að halda daglegu lífi saman’’.  

 

          Athugasemd: Það er ánægjulegt að geta sagt frá því að nú hafa  fengist þrír öflugir einstaklingar til starfa í nýju eftirskólaúrræði fyrir nemendur með fatlanir. Gert er ráð fyrir að starfsemin geti hafist strax í næstu viku og þjónustan verður aðlöguð að þörfum hvers og eins nemanda.    

Alltaf eru einhver börn á biðlista enda tekið inn af honum á inntökutímabilum eftir aldri. Núna eru 8 börn á biðlista miðað við að þau verði orðin tólf mánaða gömul um áramót.    

 

Tekjutenging – eða ekki 

 

  1. Jóhann Ingi: ‘’Samt sem áður neitar bærinn foreldrum um heimagreiðslur vegna tekjutengingar, þrátt fyrir að geta ekki boðið lágmarksþjónustu, sem er leikskólapláss. Í núverandi efnahagsástandi þar sem allt hefur hækkað og lán eru óhagstæð er þessi útfærsla einfaldlega ekki raunhæf. Ef bæjarfélagið getur ekki tryggt leikskólapláss ber því að afnema tekjutengingu heimagreiðslna. Þetta er ekki lúxus – þetta er grunnforsenda þess að fjölskyldur geti lifað eðlilegu lífi’’.  

 

Athugasemd: Hér erum við komin að mjög athyglisverðu álitaefni sem er tekjutenging heimgreiðslna. Allir bæjarfulltrúar voru sammála um hvaða heildarupphæð væri réttmætt að setja í þennan málaflokk. Meirihlutinn vildi tekjutengja en minnihlutinn ekki.  

Það sem af er þessu ári hafa borist 27 umsóknir; 15 verið samþykktar, nokkrar eru á vinnslustigi en 7 verið hafnað vegna of hárra tekna. Þar var um að ræða ráðstöfunartekjur upp á 1,1 – 2,1 milljónir á mánuði.  

Afnám tekjutengingar þýddi þá, miðað við óbreytta heildarfjárhæð, að heimgreiðsla til þeirra sem væru með t.d. 500 þúsund í ráðstöfunartekjur yrði lækkuð til að þau sem væru með 2 milljónir gætu fengið það sama. Á þessu getur fólk haft hvaða skoðun sem er – en þetta vildi meirihlutinn ekki og því eru þessar greiðslur tekjutengdar.  

       Að lokum þetta: Þótt ég hafi ýmislegt efnislega að athuga við greinar Jóhanns Inga Óskarssonar er ég honum þakklátur fyrir hans innlegg í umræðuna – og gefa mér þannig tækifæri til að reifa ýmislegt sem sannarlega er ástæða til að að ræða.  

Meira af þessu!  

 

Páll Magnússon 

Höfundur er forseti bæjarstjórnar Vestmannaeyja.  

 

 

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
EF 12 Tbl Forsidan
12. tbl. 2025

NÝBURAR

Aaro Orrason Vähätalo
30. ágúst 2025
Drengur
Turku Finnland
Laura Vähätalo og Orri Arnórsson

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.