Engar humarveiðar í sjónmáli
hafro 23
Humarholur myndaðar suðaustur af Vestmannaeyjum í leiðangri á Bjarna Sæmundssyni í júní 2023. Arnþór Bragi Kristjánsson og Anna Ragnheiður Grétarsdóttir, starfsmenn Hafrannóknastofnunar, fylgjast árvökul með. Ljósmynd/hafro.is

Hafrannsóknastofnun ráðleggur að engar humarveiðar verði stundaðar árin 2024 og 2025

Veiðar á humri hafa verið bannaðar frá árinu 2022 vegna bágs ástand stofnsins. Vísitala humarhola í stofnmælingaleiðangri árið 2023 tvöfaldaðist frá árinu 2021 þegar síðast var farið í leiðangur, en mældist lægsta vísitala frá upphafi humarholutalninga árið 2016. Lengdardreifingar humars í stofnmælingaleiðöngrum hafa hins vegar ekki greint aukningu í nýliðun.

Nokkur óvissa er því um hvort aukning í fjölda humarhola, sé til kominn vegna nýliðunar, en talið er að humarholur séu greinanlegar frá því að dýrin eru um 17 mm á skjaldarlengd, sem samsvarar um þriggja ára humri. Humar veiðist að jafnaði ekki í humarvörpu fyrr en um 4–5 ára og á 25–34 mm á skjaldarlengd. Hins vegar að þegar álag á veiðislóð er lítið þá séu humarholur, sem ekki eru í ábúð, greinanlegri í lengri tíma og getur það valdið skekkju á mati á heildarfjölda humars.

Til að minnka álag á humarslóð ráðleggur Hafrannsóknastofnun að veiðar með fiskibotnvörpu verði áfram bannaðar á afmörkuðum svæðum í Breiðamerkurdjúpi, Hornafjarðardjúpi og Lónsdjúpi.

Ráðgjöfina og tækniskýrslu má nálgast hér.

Nýjustu fréttir

Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Guðbrandur Einarsson segir af sér þingmennsku
Mikill áhugi á Eyjagöngum
Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.