Engar næturferðir Herjólfs eins og samgönguráðherra lofaði
6. júlí, 2007

Gunnar Gunnarsson, aðstoðarvegamálastjóri, sagði niðurstöðu símafundar síðastliðinn mánudag, sem hann átti með Guðmundi Nikulássyni, framkvæmdastjóra Innanlandssviðs Eimskips, hafa verið þá að frekari viðræður væru tilgangslausar þar sem svo mikið bæri á milli aðila og að hann hafi staðfest þennan sameiginlega skilning þeirra í tölvupósti síðastliðinn þriðjudag.

�?�?g lít svo á að það verði ekki hægt að fjölga næturferðum á föstudögum vegna þess að ekki næst samkomulag á milli Eimskipa og stjórnvalda í þessu sambandi,�? sagði Gunnar og bætti við að vandamálið væri ekki fólksflutningar fyrst og fremst heldur skortur á flutningsrými fyrir bíla.

Fram kemur á heimasíðu Herjólfs, að ákveðið hafi verið að bæta við þremur auka næturferðum í kringum þjóðhátíðina. Verða ferðirnar farnar miðvikudaginn 1. ágúst, föstudaginn 3. ágúst og miðvikudaginn 8. ágúst. Verður brottför frá Vestmannaeyjum kl. 23 og frá �?orlákshöfn kl. 2 eftir miðnætti. �?essar ferðir eru til viðbótar þeim sem eru nú þegar á áætlun um þjóðhátíðina, þann 2. og 7. ágústis)

(mbl.s

Blogg um fréttina.

Guðmundur �?rn Jónsson: Réttast væri að loka þessa aðila inní herbergi og hleypa þeim ekki út fyrr en saminingar hafa náðst. �?að er með hreinum ólíkindum að menn skuli komast upp með að slíta samningaviðræðum um umferð á þjóðveginn milli lands og Eyja. Maður hlítur að kalla eftir viðbrögðum stjórnmálamanna sem voru nógu tunguliprir í kringum kosningarnar, sumir myndu líklega segja að þeir hafi verið kjaftgleiðir. �?á lofuðu allir að gera allt sem í þeirra valdi stæði til þess að koma samgöngum milli lands og Eyja í betra horf. Maður hafði á tilfinningunni að daginn eftir kosningar yrðu komin göng, Bakkafjara og nýr Herjólfur. En síðan er niðurstaðan sú að við erum í nákvæmlega sömu sporum, enda skiptum við líklega ekki máli fyrr en eftir fjögur ár.
Á þessu eru þó heiðarlegar undantekningar, eins og gengur.

Erlingur Guðbjörnsson: Jæja kæru eyjamenn. Er ekki mælirinn orðinn fullur? �?að held ég. Vona að þingmenn okkar fari að vakna af þessum þyrnirósasvefni síðan eftir kosningar. Mikið voru þeir duglegir að láta heyra í sér um bættar samgöngur fyrir kosningar, allir sem einn, lofuðu þeir nú bót og betrun, en hvað gerist, þeir fara í sumarfrí; já sumarfrí, sem stendur fram í október. �?annig að það er lítil von að eitthvað gerist fyrr en þá. �?að sem við eyjamenn verðum að gera er að láta í okkur heyra allir sem einn og heimta betri samgöngur ekki seinna enn núna. Og vonandi vakna þeir við lætin í okkur.

Svo er málið að koma rekstri Herjólfs aftur í heimabyggð. Trúi því ekki að það sé of mikill baggi á okkur að geta rekið skipið sjálf. Gætum meira segja nýtt eitthvað af því fé sem við fáum fyrir að selja okkar hlut í H.S.

Nýtt og stærra skip, rekið af eyjamönnum, er krafan á meðan beðið er eftir göngum.

Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst