Í dag hafa engin ný smit hafa greinst í Vestmannaeyjum í rúma viku. „Sex einstaklingar eru í einangrun og sjö í sóttkví. 72 hafa lokið sóttkví. Við verðum áfram að virða reglur og gæta að eigin sóttvörnum,“ segir í tilkynningu frá aðgerðarstjórn í dag.
Á fundi bæjarráðs í gær gerði bæjarstjóri grein fyrir stöðu og viðbrögðum yfirvalda vegna smita í tengslum við kórónaveiruna fyrstu vikurnar í ágúst. „Aðgerðastjórn almannavarna var virkjuð og einnig viðbragðsstjórn Vestmannaeyjabæjar. Aðgerðir hafa verið hertar eins og annars staðar á landinu til þess að efla öryggi og vernda þá sem viðkvæmastir eru. Staðan í Vestmannaeyjum er sú að 6 smit greindust fyrstu dagana í ágúst. Ekkert nýtt smit hefur greinst síðan 12. ágúst sl. Allir þeir sem komnir voru í sóttkví í tengslum við þessi smit voru boðaðir í skimun á vegum HSU. Þar að auki fóru rúmlega 500 manns, úr slembiúrtaki, í skimun á vegum Íslenskrar erfðagreiningar og HSU í Vestmannaeyjum. Með þessum tveimur stóru skimunum og hefðbundinni einkennaskimun hjá HSU, hafa vel yfir 600 manns verið skimaðir á nokkrum dögum. Það eru um 14 % íbúa í Vestmannaeyjum. Ekkert samfélagssmit var í Vestmannaeyjum. Eru þetta mjög jákvæðar fréttir fyrir Vestmannaeyinga og sýna að aðgerðir sem gripið var til skiluðu tilætluðum árangri. Þrátt fyrir að staðan sé góð í Vestmannaeyjum, er mikilvægt að halda áfram að fylgja þeim fyrirmælum stjórnvalda sem eru í gildi hverju sinn,” segir í fundargerð bæjarráðs.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst