Er ekki kominn tími á áfanga 2 í Landeyjahöfn?
6. ágúst, 2025
Herjólfur siglir inn í Landeyjahöfn í góðu veðri. En máltkið segir: Kóngur vill sigla, en byr hlýtur að ráða.

Þann 20. júlí sl. voru 15 ár frá því Landeyjahöfn var tekin í notkun. Þann dag 2010 sigldi Herjólfur III fyrstu ferðina frá Eyjum til Landeyjahafnar með gesti og fjölda Eyjamanna í blíðskaparveðri. Var nokkur mannfjöldi saman kominn við höfnina til fagna komu skipsins. Þar á meðal ráðherrar, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum og fleiri sem fluttu ræður af þessu tilefni. Herjólfur hóf siglingar samkvæmt áætlun daginn eftir.

Ekki stóðst Landeyjahöfn væntingar en var samt mikil bylting í samgöngum milli lands og Eyja. Framburður vegna gossins í Eyjafjallajökli var til vandræða og sá gamli og trausti Herjólfur III hentaði illa til siglinga í Landeyjahöfn. Gosinu lauk en áfram var sandburður til vandræða og höfnin viðkvæmari fyrir ölduhæð er áætlanir höfðu gert ráð fyrir. Var höfnin suma vetur lokuð vikum og mánuðum saman.

Það var svo 21. júní 2019 að ný ferja, Herjólfur IV var tekin í notkun og hefur reynst mjög vel. Ennþá hafa náttúruöflin þó lokaorðið. Því kynntumst við á nýliðinni þjóðhátíð þegar fella varð niður ferð vegna aðstæðna í Landeyjahöfn. Það kom sér illa fyrir þá sem treystu á að komast til og frá Eyjum síðdegis laugardaginn 2. ágúst.

Þetta hlýtur að vekja upp spurningar um stöðu hafnarinnar því fjöldi viðburða hér í Eyjum yfir sumarið á allt sitt undir tryggum samgöngum. Ekki síst Þjóðhátíð. Er ekki kominn tími á að Landeyjahöfn verði gerð að heilsárshöfn eins og upphaflega var lagt upp með? Líta má á að fyrsta áfanga sé lokið og komið að þeim næsta. Hvað þarf til veit ég ekki en vaxandi umsvif í Vestmannaeyjum kalla á hafnarframkvæmdir, ekki bara í Eyjum heldur líka í Landeyjahöfn. Aðrar hafnir við Suðurströndina, eins og Þorlákshöfn og Grindavíkurhöfn, voru ekki byggðar á einum degi, frekar en Róm, en áfram skal haldið.

Ekki lofa afskipti nýrrar ríkisstjórnar góðu fyrir Vestmannaeyjar. Ætli tekjur hins opinbera af atvinnustarfsemi í Eyjum fari ekki langt með að borga næsta áfanga í gerð Landeyjahafnar? Það má alveg heita leiðrétting og eða réttlæti til handa Vestmannaeyjum sem mala þjóðinni gull.

Ómar Garðarsson, ritstjóri Eyjafrétta.

 

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida EF 7 Tbl 2025
7. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.