Erfitt að fá fólk í ungmennaráð
radhustrod_ráðhús_merki_cr
Ráðhús Vestmannaeyja. Eyjafréttir/Eyjar.net: TMS

Ungmennaráð Vestmannaeyja var til umfjöllunar á fundi fjölskyldu- og tómstundarráðs í liðinni viku.

Ráðð ræddi nauðsyn þess að endurvekja ungmennaráð og mikilvægi virkrar þátttöku ungmenna í aðkomu að lýðræðislegri þátttöku og áhrifum á stjórnun sveitarfélagsins. Erfiðlega hefur gengið að finna einstaklinga í ráðið, að því er fram kemur í fundargerð fjölskyldu- og tómstundarráðs.

Ráðið ítrekar mikilvægi þess að í Vestmannaeyjum verði starfrækt ungmennaráð. Það er mikilvægt fyrir sveitarfélagið okkar að rödd ungmenna heyrist og að þau séu virkir þátttakendur í samfélaginu. Ráðið telur eðlilegt að einstaklingar sem sitja í ráðinu fái greitt fyrir þá vinnu.

Ráðið fól framkvæmdastjóra fjölskyldu og fræðslusviðs að skoða laun annarra sveitarfélaga fyrir ungmenni sem sitja í ungmennaráði sem og að útbúa auglýsingu til að auglýsa eftir þátttakendum í ungmennaráð. Ráðið bindur vonir við að sú aðferð skili sér betur en að leita fólk uppi til að sitja í ungmennaráði. Ráðið mun taka málið upp aftur þegar þessari vinnu er lokið.

Nýjustu fréttir

Eyjafréttir í nýjum búningi á nýju ári
ÍBV tekur á móti Fram í kvöld
Elliði maður leiksins og Ísland í undanúrslit
Beðið með eftirvæntingu eftir loðnuráðgjöf
KR-ingur á láni til ÍBV
Elliði Snær skoraði átta mörk í jafntefli Íslands
Fylgi flokkanna í Eyjum
Komu inn vegna veðurs
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.