Þær Erla Hrönn Unnarsdóttir og Friðrika Rut Sigurðardóttir, leikmenn ÍBV í fótbolta, hafa dvalið síðustu daga á Englandi og leikið með u-15 ára landsliði Íslands á UEFA Development mótinu.
Í fyrsta leiknum, á móti Englandi, kom Erla Hrönn inn á í hálfleik. Leiknum lauk með 1-2 tapi.
Þær voru báðar í byrjunarliðinu í leik númer tvö, þegar liðið mætti Þýskalandi. Leiknum lauk með 0-1 tapi.
Liðið spilaði lokaleik sinn á mótinu í dag á móti Tyrklandi. Friðrika Rut var í byrjunarliðinu og spilaði fyrri hálfleikinn. Erla Hrönn kom inn á í upphafi síðari hálfleiks. Tyrkir komust yfir í fyrri hálfleik en íslensku stelpurnar skoruðu tvö í seinni hálfleik og unnu 1-2 sigur.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst