�?ýska handknattleiksfélagið Füchse Berlín greindi frá því í gær að Erlingur Richardsson hafi verið ráðinn þjálfari félagsins frá og með næsta keppnistímabili. Vangaveltur hafa verið um þessa ráðningu að undanförnu en nú hefur félagið staðfest að Erlingur taki við af öðrum íslenskum þjálfara, Degi Sigurðssyni, sem mun alfarið einbeita sér að þjálfun þýska landsliðsins eftir yfirstandandi tímabil. Erlingur stýrir nú liði West Wien í sem er á toppi efstu deildar Austurríkis.
�??Við tókum okkur góðan tíma og skoðuðum vandlega hver hentaði okkur best. Við áttum mesta samleið með Erlingi Richardssyni,�?? sagði Bob Hanning, framkævmdastjóri Füchse, en félagið ræddi einnig til að mynda við Ola Lindgren, annan landsliðsþjálfara Svíþjóðar.
�??�?að er frábært tækifæri fyrir mig að fá að taka við einu af stærstu handknattleiksliðum Evrópu,�?? sagði Erlingur sjálfur. �??Stefna félagsins er mér mjög að skapi og ég hef mikla ánægju af að vinna með ungum leikmönnum og hjálpa þeim að þroskast. �?g hlakka til að fylgja eftir þeirri vinnu sem Dagur hefur unnið hér,�?? sagði Erlingur.
Á mbl.is kemur fram að Erlingur var annar þjálfara karlaliðs HK þegar liðið varð Íslandsmeistari 2012. Hann hefur einnig stýrt kvennaliðum HK og ÍBV og karlaliði ÍBV.