Flugfélagið Ernir ætlar að hefja áætlunarflug milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja í byrjun ágúst. Félagið ætlar að kaupa nítján sæta skrúfuþotu til að anna flugleiðinni en slík vél kostar rúmlega milljón dali, jafnvirði 130 milljóna króna. Er hún væntanleg til landsins í júlí, „ef guð og góðir menn lofa“ eins og Hörður Guðmundsson, framkvæmdastjóri félagsins, orðar það.