Eyjablikksmótið verður haldið í Íþróttamiðstöðinni um helgina. Mótið hófst fyrr í dag, föstudag og lýkur á sunnudaginn. Á mótinu leikur 5. flokkur karla yngri og 5. flokkur kvenna yngri.
Fyrstu leikirnir hófust klukkan 14:00 í dag og er leikið til 22:00 í kvöld. Í fyrramálið er leikið frá 8:00 til 18:40. Á sunnudaginn hefjast leikir kl. 9:00 og mótinu lýkur svo 14:00. Áhugasamir eru hvattir til að kíkja við í Íþróttamiðstöðinni og fylgjast með framtíðarstjörnum í handbolta.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst