Fréttabikarinn var veittur á dögunum á lokahófi knattspyrnu ÍBV. Bikarinn hljóta þeir leikmenn meistaraflokks karla og kvenna sem þykja efnilegastir ár hvert. Í ár voru það þau Helena Hekla Hlynsdóttir og Viggó Valgeirsson sem hrepptu Fréttabikarinn. Við fengum að spyrja þau nokkurra spurninga.
Helena Hekla:
Byrjaði að æfa um 6 ára gömul
Fjölskylda: Mamma mín heitir Anna Lára Guðjónsdóttir og pabbi minn heitir Hlynur Ársælsson. Ég á líka þrjú systkini sem heita Sindri Þór, Svava og Elísa. Kærastinn minn heitir Nökkvi Már.
Hefur þú búið annarstaðar en í Eyjum: Já ég hef búið í Þýskalandi, Reykjavík, Hveragerði, Selfossi, Sandgerði og Tálknafirði svo eitthvað sé nefnt.
Mottó: ,,Þetta reddast.“
Síðasta hámhorfið: Það var Monsters.
Uppáhalds hlaðvarp? Ég hlusta sjaldan á hlaðvörp en þegar ég geri það þá er það Illverk.
Aðaláhugamál: Það er fótbolti, en fyrir utan það er það að baka og að taka því rólega.
Eitthvað sem þú gerir á hverjum degi sem þú gætir ekki verið án: Nei í rauninni ekki, bara þetta venjulega eins og að tannbursta sig, fara í sturtu og svo framvegis. Annars finnst mér gott að leggjast aðeins upp í sófa eftir vinnu og taka því rólega í svona 15-20 mínútur.
Hvað óttast þú mest: Ég óttast mest tannlækna.
Hvað er velgengni fyrir þér: Ég myndi segja að það væri árangur og þegar manni sjálfum líður vel ásamt liðinu sínu.
Hvenær byrjaðir þú að æfa fótbolta? Ég byrjaði að æfa um 6 ára gömul þegar ég bjó úti í Þýskalandi. Ég æfði bara með strákum í 4 ár þegar ég bjó úti, en þegar ég flutti til landsins aftur þá fór ég að æfa með stelpum og var þá orðin 10 ára gömul.
Var eitthvað sem kom á óvart í sumar? Já það voru ,,kjúllarnir okkar“ eða stelpurnar í 2. og 3. flokki, þær eru allar mjög góðar og ég er spennt að fylgjast með þeim.
Hvað tekur nú við þegar fótboltatímabilinu í ár er lokið? Vinna, skóli, reyna að fara til útlanda og svo þegar ég er búin að jafna mig á hnéaðgerðinni sem ég var í, þá byrjar undirbúningstímabilið.
Eitthvað að lokum?
Ég er spennt fyrir næsta tímabili, mér líður ótrúlega vel hérna í Eyjum og miðað við hvað ég hef búið á mörgum stöðum þá líður mér langbest hér. Ég fékk einstaklega hlýjar móttökur og fannst ég strax vera mjög velkomin.
Viggó:
Fótbolti númer eitt, tvö og þrjú
Fjölskylda: Rósa Gunnarsdóttir er mamma mín, Valgeir Yngvi Árnason er pabbi minn og svo á ég litla systur sem heitir Mía Mekkín.
Hefur þú búið annarstaðar en í Eyjum: Nei, ég hef alltaf búið í Eyjum.
Mottó: ,,Stundum vinnurðu og stundum lærirðu“.
Síðasta hámhorfið: Ég var að klára Monsters á Netflix.
Uppáhalds hlaðvarp? Dr. Football.
Aðaláhugamál: Það er bara fótbolti númer eitt, tvö og þrjú.
Eitthvað sem þú gerir á hverjum degi sem þú gætir ekki verið án: Líklegast bara fótbolti.
Hvað óttast þú mest: Að ná ekki ensku áfanganum í skólanum.
Hvað er velgengni fyrir þér: Það er að leggja sig allan fram og að ná markmiðum sínum.
Hvenær byrjaðir þú að æfa fótbolta? Ég var um 5 ára gamall þegar ég byrjaði.
Var eitthvað sem kom á óvart í sumar? Nei þannig séð ekki.
Hvað tekur nú við þegar fótboltatímabilinu í ár er lokið? Ég tók viku pásu eftir tímabilið, gerði ekkert í viku, svo byrjaði ég í ræktinni og ég er byrjaður núna í fótbolta aftur og kominn í mína rútínu.
Eitthvað að lokum? Áfram Southampton.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.