Á sunnudaginn klukkan 13.00 verður enn og aftur slegið upp Eyjahjartanu í Einarsstofu sem svo sannarlega hefur slegið í gegn hjá Eyjamönnum. �?ar koma fram konur og karlar og rifja upp uppvaxtarárin í Vestmannaeyjum. Hver nálgast viðfangsefnið með sínu lagi en öllum tekst að draga upp skemmtilega mynd af tíma sem var og kemur aldrei aftur. �?trúlegur fjársjóður.
Kveikjan er Goslokahátíðarnar 2012 og 2013, þar sem fólk sem bjó við götur sem fóru undir hraun í gosinu sagði frá lífinu þar. Að þessu stóðu Einar Gylfi Jónsson, Kjartan og Atli Ásmundssynir, Birna �?lafsdóttir, Gunnhildur Hrólfsdóttir, Kolbrún Harpa Kolbeinsdóttir o.fl. n. Móttökurnar voru svo góðar að Kári Bjarnason fékk Atla, Einar Gylfa og �?uríði Bernódusdóttur til að halda utan um dagskrárröð sem hefði það að markmiði að fá skemmtilegt fólk til að segja frá horfnum Eyjatíma. �?r varð Eyjahjartað sem enn slær af fullum krafti.
�??�?au sem mæta núna eru Páll Magnússoná símstöðinni, Gísli Pálsson á Bólstað og Brynja Pétursdóttir frá Kirkjubæ,�?? sagði Einar Gylfi.
�??Palli kallar sitt erindi Miðbæjarvillingarnir, Gísli vísar á Bólstað þar sem hann ólst upp og Brynja nefnir sína frásögn �?skuárin á Kirkjubæ.. Bæði Kirkjubæirnir og Bólstaður fóru undir hraun 1973 sem sýnir hvað það skiptir miklu máli að fá fólk sem man þessa tíma til að segja frá.�??
�?etta verður í fjórða skiptið sem boðað er til Eyjahjartans og ætla �?ura og Gylfi að mæta. �??Annað hvort okka rmun segja nokkur orð í lokin,�?? sagði Gylfi sem hvetur fólk til að mæta á sunnudaginn.