Kvennalið ÍBV í handbolta vann öruggan 31-22 sigur á Selfossi í fjórðu umferð Olís deildar kvenna í Eyjum í kvöld. Eyjakonur hófu leikinn af krafti og voru fjórum mörkum yfir þegar fimmtán mínútur voru búnar af leiknum. Í hálfleik var staðan 16-12.
Eyjakonur gáfu enn frekar í í seinni hálfleik og komust mest 12 mörkum yfir. Lokatölur leiksins 31-22. Eyjakonur eru að byrja tímabilið vel en þær komnar með þrjá sigra í fjórum leikjum og sitja í 2. sæti deildarinnar eins og er. Selfosskonur hafa ekki byrjað tímabilið vel og eru stigalausar á botninum.
Sandra Erlingsdóttir átti frábæran leik í liði ÍBV og var markahæst í leiknum með 10 mörk. Amalia Frøland átti einnig mjög góðan leik og varði 16 skot. Ólöf Maren Bjarnadóttir var með 3 skot varin.
Mörk ÍBV: Sandra Erlingsdóttir 10 mörk, Ásta Björt Júlíusdóttir 6, Ásdís Halla Hjarðar 3, Birna Berg Haraldsdóttir 2, Amelía Dís Einarsdóttir 2, Birna Dís Sigurðardóttir 2, Birna María Unnarsdóttir 2, Alexandra Ósk Viktorsdóttir 2, Britney Emilie Florianne Cots 1, Agnes Lilja Styrmisdóttir 1.
Næsti leikur ÍBV er miðvikudaginn 8. október gegn Haukum á Ásvöllum kl. 18:30.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst