Eyjakonur sigruðu síðasta heimaleikinn
Í leikslok. Ljósmynd/Sigfús Gunnar Guðmundsson

Kvennalið ÍBV vann 4-1 sigur  á ÍA í 17. umferð Lengjudeildar kvenna í kvöld. Þetta var síðasti heimaleikurinn hjá stelpunum og því fór bikarinn á loft í leikslok.

Það voru ÍA konur sem komust yfir snemma í leiknum með marki frá Sigrúnu Evu Sigurðardóttir sem skoraði með skoti langt utan af velli. Allison Lowrey jafnaði leikinn á 26. mínútu með góðum skalla eftir fyrirgjöf Kristínar Klöru Óskarsdóttur. Olga Sevcova kom Eyjakonum svo yfir sex mínútum síðar með glæsilegu skoti fyrir utan teig. Staðan 2-1 í hálfleik.

Í seinni hálfleik héldu Eyjakonur áfram að sækja og var Olga Sevcova aftur á ferðinni á 51. mínútu þegar hún skoraði eftir klafs inná teig ÍA. Varamaðurinn Viktoija Zaicikova innsigaði 4-1 sigurinn með frábæru marki beint úr aukaspyrnu.

Eyjakonur eru eftir leikinn með 46 stig og eru nú þegar búnar að vinna deildina á meðan ÍA siglir lygnan sjó um miðja deild með 21 stig. ÍBV leikur sinn síðasta leik á tímabilinu á móti Fylki fimmtudaginn 4. september kl. 17:30 í Árbænum.

Nýjustu fréttir

Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Hlutafjáraukning Eyjaganga langt komin
Áframhaldandi hvassviðri út vikuna  
Áætlun um rýmingu Heimaeyjar eftir að Surtsey fór að gjósa
Loðnu að finna á stóru svæði
Íbúakosning samhliða næstu sveitarstjórnarkosningum
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.