Kvennalið ÍBV vann 4-1 sigur á ÍA í 17. umferð Lengjudeildar kvenna í kvöld. Þetta var síðasti heimaleikurinn hjá stelpunum og því fór bikarinn á loft í leikslok.
Það voru ÍA konur sem komust yfir snemma í leiknum með marki frá Sigrúnu Evu Sigurðardóttir sem skoraði með skoti langt utan af velli. Allison Lowrey jafnaði leikinn á 26. mínútu með góðum skalla eftir fyrirgjöf Kristínar Klöru Óskarsdóttur. Olga Sevcova kom Eyjakonum svo yfir sex mínútum síðar með glæsilegu skoti fyrir utan teig. Staðan 2-1 í hálfleik.
Í seinni hálfleik héldu Eyjakonur áfram að sækja og var Olga Sevcova aftur á ferðinni á 51. mínútu þegar hún skoraði eftir klafs inná teig ÍA. Varamaðurinn Viktoija Zaicikova innsigaði 4-1 sigurinn með frábæru marki beint úr aukaspyrnu.
Eyjakonur eru eftir leikinn með 46 stig og eru nú þegar búnar að vinna deildina á meðan ÍA siglir lygnan sjó um miðja deild með 21 stig. ÍBV leikur sinn síðasta leik á tímabilinu á móti Fylki fimmtudaginn 4. september kl. 17:30 í Árbænum.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst