Eyjakonur sýndu hvað í þeim býr

Eftir nauman sigur á Stjörnunni í átta liða úrslitum í bikarnum á útvivelli sýndu Eyjakonur klærnar þegar þær mættu Stjörnukonum í Olísdeildinni í kvöld. Unnu sex marka sig­ur, 30:24 og var munurinn síst of mikill því mestur var hann tíu mörk, 24:14. Er þetta 13. sigur ÍBV í röð.

ÍBV er tveimur stigum á eftir Val í baráttunni um toppsætið og á leik til góða. Liðin mætast í næsta heimaleik ÍBV sem gæti orðið hreinn úrslitaleikur um deildarmeistaratitilinn. Næst mætir ÍBV HK á útvelli.

Markahæstar hjá ÍBV voru Birna Berg með sex mörk, Sunna og Harpa Valey með fimm mörk hvor. Marta varði tólf skot.

Marki fagnað.

Mynd Sigfús Gunnar.

 

Nýjustu fréttir

Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.