Eyjamenn �?? stöndum með Vestmannaeyjum og okkur sjálfum
Málefni Landeyjahafnar og Herjólfs virðist koma til umræðu á hverjum degi á kaffistofum bæjarins og annarsstaðar þar sem fólk kemur saman. �?g verð að viðurkenna að mér finnst þessar umræður oft og tíðum vera með þeim hætti að tala illla um, eða með neikvæðum hætti um allt er viðkemur þessu málefni og sumir aðilar virðast hreinlega vera með þetta á heilanum. �?að versta í þessu finnst mér vera, að við Eyjamenn erum sjálfum okkur verstir þegar kemur að því að tala um samgöngur milli lands og Eyja. Nú er svo komið að fólk upp á fastalandinu, (og skiptir þá ekki máli hvort um er að ræða einstaklinga á leið í heimsókn, fyrirtæki á leið á árshátíð eða í skemmtiferð eða hreinlega söluaðila í ferðaþjónustu), heldur að ferð frá �?orlákshöfn sé ferð til Helv……og það sé ekki hægt að fara til Eyja nema Landeyjahöfn sé opin. �?g flutti aftur hingað til Eyja 2009 og þá var bara �?orlákshöfn. Alltaf fórum við með Herjólfi til Eyja áður en við fluttum og okkur þótti þetta ekkert tiltökumál, þó ferðirnar hafi verið mis skemmtilegar. �?g var bara að fara til Eyja, hlakkaði til og vissi að áfangastaðurinn og það sem þar beið, var ferðarinnar virði. �?g þarf ekki að tiltaka allar þær ástæður eða athugasemdir sem fólk hefur komið með inn í umræðuna til að �??tuða�?? yfir þessu málefni, þið þekkið þetta jafnvel og ég. �?að sem mig langar hinsvegar að biðja ykkur kæru Eyjamenn að hafa í huga og það er að standa með okkur sjálfum í þessu máli, standa með Vestmannaeyjum. Tala frekar um hvað er gott að koma hingað, vera hérna, næra líkama og sál. Hér er allt til alls og það hvort það er �?orlákshöfn eða Landeyjahöfn á bara ekki að skipta neinu máli. Í lang, lang, langflestum tilfellum eru ferðirnar milli lands og Eyja í lagi, sama hvert siglt er.
Ef við viljum laða til okkar ungt fólk, já og fólk á öllum aldri, segjum þeim frekar hvað það er yndislegt að búa hér.
Samskiptamiðlarnir og reyndar allir miðlar, eru góð verkfæri, en líka stórvarasöm verkfæri, ef farið er ógætilega. Mildum umræðuna og vinnum baráttuna annarsstaðar.
Lofum þeim sem hafa þetta verkefni með höndum að klára það. Gefum þeim frið til að vinna. Mér dettur ekki í hug í eina sekúndu að ætla að þeir aðilar sem unnið hafa við þetta verkefni síðustu ár, séu ekki að vinna af heilum hug við það klára það með sóma. Á köflum finnst mér að umræðan hafi verið afar ósanngjörn og óbilgjörn í garð þessa fólks og ekki okkur Eyjamönnum til sóma.
En umfram allt Eyjamenn �?? stöndum með Vestmannaeyjum. Snúum umræðunni við og hugsum til framtíðar.
Eyjakveðja �?? alla leið
Bjarni �?lafur

Nýjustu fréttir

Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Elliði með fimm mörk í stórsigri Íslands
Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Orkumálin til skoðunar hjá ráðherra
Dagvistunarmál til umræðu á fundi fræðsluráðs

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.