Eyjamenn máttu þola tap gegn FH
Ljósmynd/Sigfús G. Guðmundsson

Karlalið ÍBV í handbolta léku gegn FH í Kaplakrika í kvöld í þriðju umferð Olís deildar karla. Leiknum lauk með 36-30 marka tapi Eyjamanna. FHingar settu tóninn strax í upphafi leiks og komust í 4-0. FH voru yfir allan hálfleikinn en Eyjamenn náðu mest að minnka muninn niður í eitt mark. Sigtryggur Daði Rúnarsson fékk að líta beint rautt spjald á 26. mínútu leiksins og ljóst er að það var mikil blóðtaka fyrir Eyjamenn. FH leiddu 19-14 í hálfleik. 

FHingar keyrðu yfir Eyjamenn í síðari hálfleik og juku forskotið enn frekar. Þegar um stundarfjórðungur var eftir af leiknum var staðan 30-21 FHingum í vil. Eyjamenn áttu fá svör við leik FHinga, lokatölur leiksins 36-30. Jón Þórarinn Þorsteinsson átti góðan leik í marki FHinga sem gerði Eyjamönnum enn erfiðara fyrir. Eftir þrjár umferðir eru bæði lið með 4 stig.

Elís Þór Aðalsteinsson átti góðan leik og var markahæstur í leiknum með 10 mörk. Petar Jokanovic var með 5 skot varin og Morgan Goði Garner 3. 

Mörk ÍBV: Elís Þór Aðalsteinsson 10 mörk, Andri Erlingsson 5, Anton Frans Sigurðsson 3, Dagur Arnarsson 2, Nökkvi Snær Óðinsson 2, Jakob Ingi Stefánsson 2, Sveinn José Rivera 2, Kristófer Ingi Bárðarson 1, Hinrik Hugi Heiðarsson 1, Ívar Bessi Viðarsson 1, Daníel Þór Ingason 1.  

Önnur úrslit í kvöld:

Haukar 44:28 ÍR

Afturelding 36:27 KA

Nýjustu fréttir

Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Hlutafjáraukning Eyjaganga langt komin
Áframhaldandi hvassviðri út vikuna  
Áætlun um rýmingu Heimaeyjar eftir að Surtsey fór að gjósa
Loðnu að finna á stóru svæði
Íbúakosning samhliða næstu sveitarstjórnarkosningum
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.