Karlalið ÍBV í handbolta tók á móti toppliði Aftureldingar í sjöundu umferð Olís deildar karla í Mosfellsbæ í dag. Leiknum lauk með 33-34 sigri ÍBV. Algjört jafnræði var með liðunum í upphafi fyrri hálfleiks og staðan 9-9 eftir 12. mínútna leik. Eftir það tóku Eyjamenn yfir leikinn og náðu mest þriggja marka forystu 17-20 þegar stutt var í hálfleik. Staðan 18-20 í hálfleik.
Eyjamenn voru sterkari aðilinn í síðari hálfleik og komust sex mörkum yfir þegar um stundarfjórðungur var eftir af leiknum. Afturelding náði að minnka muninn undir lok leiks og var munurinn einungis eitt mark þegar ein og hálf mínútu var eftir. Eyjamenn gáfu ekkert eftir og unnu mikilvægan 33-34 sigur. Eftir sjö umferðir eru Eyjamenn með 8 stig í 5. sæti. Afturelding missti toppsætið til Hauka og eru nú í 2. sæti með 10 stig.
Elís Þór Aðalsteinsson fór á kostum í leiknum og skoraði 15 mörk. Petar Jokanovic var með 4 skot varin en hann fór meiddur af velli á 18. mínútu leiksins. Morgan Goði Garner var með 8 skot varin.
Mörk ÍBV: Elís Þór Aðalsteinsson 15, Sveinn José Rivera 8, Andri Erlingsson 3, Gabríel Martinez Róbertsson 3, Dagur Arnarsson 2, Sigtryggur Daði Rúnarsson 2, Jakob Ingi Stefánsson 1.
Eyjamenn fá næst KA í heimsókn laugardaginn 25. október kl. 15:00.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst