Karlalið ÍBV í handbolta tapaði gegn FH, í 14. umferð Olís deildar karla í Eyjum fyrr í kvöld. Eyjamenn voru sterkari á upphafs mínútum leiksins. Þeir komust í 4:1 eftir fimm mínútna leik og voru komnir með fimm marka forystu, 10:5, eftir stundarfjórðung. FH ingar náðu að minnka muninn og staðan 15:13 í hálfleik.
Eyjamenn hófu síðari hálfleik af sama krafti og náðu strax fjögurra marka forskoti, 19:15. Þegar stundarfjórðungur var eftir var staðan orðin jöfn, 20-20. FH ingar voru sterkari á lokakafla leiksins og unnu fimm marka sigur. Lokatölur leiksins, 23-29. Eftir leikinn sitja Eyjamenn í 6. sæti með 15 stig en FH ingar eru í 4. sæti með 17 stig.
Sigtryggur Daði Rúnarsson, leikmaður ÍBV, var markahæstur í leiknum með 10 mörk. Petar Jokanovic varði 12 skot í marki Eyjamanna.
Mörk ÍBV: Sigtryggur Daði Rúnarsson 10 mörk, Andri Erlingsson 4, Anton Frans Sigurðsson 3, Daníel Þór Ingason 2, Egill Oddgeir Stefánsson 1, Haukur Leó Magnússon 1, Ívar Bessi Viðarsson, Kristófer Ísak Bárðarson 1.
Þrír aðrir leikir eru á dagskrá í kvöld og er einum þeirra lokið. Þeirri viðureign lauk með naumum sigri Vals, 31:30, gegn Þór, á Hlíðarenda.
Næsti leikur ÍBV er útileikur gegn Þór, sunnudaginn 14. desember kl. 15:00.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst