Eyjamenn töpuðu gegn Skagamönnum
Vicente Valor í leiknum í dag. Ljósmynd/Sigfús Gunnar Guðmundsson.

Karlalið ÍBV tapaði gegn Skagamönnum í 25. umferð Bestu deildar karla í Eyjum í dag. Mikið jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en Eyjamenn áttu fleiri skot tilraunir en áttu erfitt með að hitta markið. Þegar var komið fram í uppbótartíma fyrri hálfleiks dró til tíðinda þegar Gísli Laxdal Unnarsson fékk boltann úti hægri megin á vellinum og átti mjög gott skot sem endaði í markinu. Staðan 0-1 í hálfleik.

Seinni hálfleikur var svipaður og sá fyrri en aftur voru það Skagamenn sem náðu að koma boltanum í netið. Á 75. mínútu leiksins átti Marko Vardic fyrirgjöf frá hægri og boltinn datt fyrir Viktor Jónsson sem gat ekki annað en skorað. Lokatölur leiksins 0-2. 

Eyjamenn eru enn efstir í neðri hlutanum með 33 stig á meðan Skagamenn eru í þriðja sæti með 31 stig. Í neðri hlutanum gerðu KR og Afturelding 2-2  jafntefli á sama tíma. Leikur KA gegn Vestra fer fram á morgun kl. 14:00. 

Næsti leikur ÍBV er útileikur gegn KR sunnudaginn 19. október kl. 14:00.

Nýjustu fréttir

Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Hlutafjáraukning Eyjaganga langt komin
Áframhaldandi hvassviðri út vikuna  
Áætlun um rýmingu Heimaeyjar eftir að Surtsey fór að gjósa
Loðnu að finna á stóru svæði
Íbúakosning samhliða næstu sveitarstjórnarkosningum
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.