Eyjamenn töpuðu síðasta leik tímabilsins
Eyjamenn fagna marki Vicente Valor fyrr í sumar. Ljósmynd/Sigfús Gunnar Guðmundsson.

Karlalið ÍBV í fótbolta tók á móti KA í 27. umferð Bestu deildar karla á Hásteinsvelli í dag. Leiknum lauk með 3-4 sigri KA manna. Leikurinn var hinn fjörugasti og var það Vicente Valor sem skoraði fyrsta mark leiksins á 23. mínútu. Oliver Heiðarsson renndi boltanum á Vicente sem lagði boltann snyrtilega í fjærhornið. Það tók KA ekki langan tím að jafna leikinn en aðeins mínútu síðar smellti Ingimar Torbjörnsson Stöle boltanum í fjærhornið. Tveimur mínútum síðar kom Hermann Þór Ragnarsson Eyjamönnum yfir á nýjan leik eftir frábæran undirbúning Vicente Valor. Tíu mínútum fyrir hálfleiksflautið fengu KA menn víti sem Hallgrímur Mar steingrímsson skoraði úr af miklu öryggi. Staðan 2-2 í hálfleik.

Það voru aðeins þrjár mínútu liðnar af seinni hálfleik þegar KA menn tóku forystu á nýjan leik. Hallgrímur Mar tók þá hornspyrnu á nærsvæðið, Ásgeir Sigurgeirsson framlengdi boltanum á fjær þar sem Markús Máni Pétursson var einn og óvaldaður og skallaði boltann í netið. Á 70. mínútu náðu Eyjamenn að jafna leikinn þegar Sigurður Arnar átti algjört draumaskot sem small í fjærhorninu. Á 86. Mínútu þurfti Oliver Heiðarsson að fara meiddur af velli og þurftu Eyjamenn því að leika einum manni færri síðustu mínútur leiksins. KA menn voru töluvert líklegri til að klára leikinn og á 93. mínútu kom Birnir Snær Ingason KA yfir eftir undirbúning Dags Inga Valssonar. Lokatölur leiksins 3-4 fyrir KA. 

Eyjamenn ljúka keppni í Bestu deildinni í 9. sæti með 33 stig. KA menn enda tímbilið í 7. sæti með 39 stig. Vestri og Afturelding féllu úr Bestu deildinni. KR sigraði Vestra 1-5 fyrir vestan og Skagamenn fóru upp fyrir Eyjamenn með 1-0 sigri á Aftureldingu. 

Nýjustu fréttir

Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Hlutafjáraukning Eyjaganga langt komin
Áframhaldandi hvassviðri út vikuna  
Áætlun um rýmingu Heimaeyjar eftir að Surtsey fór að gjósa
Loðnu að finna á stóru svæði
Íbúakosning samhliða næstu sveitarstjórnarkosningum
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.