Eyjamenn höfðu fádæma yfirburði í leiknum gegn Selfyssingum í kvöld þegar liðin mættust í 2. umferð 1. deildar. Lokatölur urðu 24:37 en staðan í hálfleik var 9:18. Leikurinn var þó jafn fyrstu mínúturnar, m.a. var staðan 5:5 en Eyjamenn komust svo í 8:13 og litu ekki um öxl eftir það. Andri Heimir Friðriksson skoraði tíu mörk og Haukur Jónsson, ungur varamarkvörður ÍBV lokaði hreinlega markinu undir lok leiksins.