Í kvöld kl. 20:00 verður dagskrá í Eldheimum, Gísli Helgason og Eyjapistlarnir ógleymanlegu. Þar ætlar Gísli segja frá Eyjapistlunum og spila brot úr þeim auk þess að koma fram með föruneyti valinna tónlistarmanna og flytja lögin sín og annara ástsælla Eyjamanna. Með honum í liði eru Unnur og Simmi, Hafsteinn Guðfinnsson, Þórarinn Ólason, Herdís Hallvarðsdóttir og Magnús R. Einarsson.
Gísli var með á einstökum tónleikum tileinkuðum Oddgeiri Kristjánssyni í gærkvöldi.
Mynd Addi í London.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst