Vestmannaeyjatogararnir Bergey VE og Vestmannaey VE landa í Neskaupstað í dag en afli hvors þeirra er á milli 30 og 40 tonn.
Þetta kemur fram í frétt á vefsíðu Síldarvinnslunnar. Þar segir jafnframt að skipin hafi fyrst og fremst að reyna við ýsu á Austfjarðamiðum og gekk það heldur erfiðlega eins og hjá öðrum. Sumir telja að ýsuveiðin muni aukast með kaldari tíð en eins og er leita mörg skip að blessaðri ýsunni með takmörkuðum árangri. Gert er ráð fyrir að bæði skip haldi til veiða á ný síðar í dag eða í kvöld.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst