Eyverjar, félag ungra Sjálfstæðismanna í Vestmannaeyjum skora á bæjarráð Vestmannaeyja að taka afstöðu með því að lækka kosningaaldur í 16 ár. Á aðalfundi Eyverja sem haldinn var í gær var eftirfarandi ályktun samþykkt,
Eyverjar, félag ungra Sjálfstæðismanna í Vestmannaeyjum, skora á bæjarráð Vestmannaeyja að taka afstöðu með því að lækka kosningaaldur í 16 ár. Með því er verið að styðja við aukna lýðræðisþátttöku ungs fólks. Dvínandi kosningaþátttaka ungs fólks er áhyggjuefni og hafa rannsóknir sýnt að þeir sem nýta kosningarétt sinn ungir gera það frekar alla ævi. Einstaklingar sem náð hafa 16 ára greiða þar að auki óskertan tekjuskatt og útsvar ásamt því að taka fullan þátt í samfélaginu og ættu því eðli málsins samkvæmt að geta haft áhrif með kosningaþátttöku hvernig fjármunum ríkis og sveitarfélaga er ráðstafað.
Áfram ungt fólk og frelsi einstaklingsins
Ályktunin hefur einnig verið send til Alþingis sem umsögn við frumvarp um lækkun kosningaaldurs.
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.