Efnisvinnslusvæði við Haugasvæði, umhverfismat og skipulag lá fyrir umhverfis- og skipulagsráði á síðasta fundi ráðsins.
Fram kemur í fundargerð að framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs hafi lagt fram erindi um að hafin verði vinna við umhverfismat skv. lögum um umhverfismat framkvæmda og áætlana og skipulagsbreytingar vegna nýs efnisvinnslusvæði á Haugasvæðinu. Síðastliðinn vetur fóru fram jarðvegsrannsóknir á svæðinu sem benda til að þar sé sterkt efni sem m.a. sé hægt að nota í sjóvarnargarða.
Gert er ráð fyrir að svæðið verði um 4 ha eða 40.000 m2 að flatarmáli og að fáanlegt efnismagn verði um 1,5 milljónir rúmmetrar.
Ráðið samþykkti að hefja gerð umhverfismats vegna efnisvinnslusvæðis á Haugasvæði og gerð skipulagsáætlana fyrir nýjan efnisvinnslureit.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst