Fab lab verður hluti af Þekkingarsetri Vestmannaeyja

Bæjarráð fjallaði á fundi sínum á miðvikudag um drög að samningi atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, mennta- og menningarmálaráðuneytisins, Vestmannaeyjabæjar og Þekkingarseturs Vestmannaeyja um rekstur stafrænnar smiðju í Vestmannaeyjum. Starfsemi stafrænnar smiðju var rekin af Nýsköpunarmiðstöð Íslands í aðstöðu Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum þar til um síðustu áramót. Frumvarp liggur fyrir á Alþingi um að leggja niður Nýsköpunarmiðstöð.

Starfsemi stafrænnar smiðju er ætlað að efla nýsköpun- og frumkvöðlastarfsemi á þeim svæðum sem þau eru starfrækt. Sérstök áhersla verður á að hvetja ungt fólk til nýsköpunar, en jafnframt aðra áhugasama einstaklinga. Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið og mennta- og menningarmálaráðuneytið munu leggja verkefninu til fjármagn til rekstursins og Vestmannaeyjabær mun leggja til húsnæði og fjármagn til reksturs þess. Starfsemi stafrænnar smiðju verður hluti af Þekkingarsetri Vestmannaeyja.

Bæjarráð ræddi drög að samningi um rekstur stafrænnar smiðju. Bæjarráð felur bæjarstjóra að fylgja málinu eftir með þeim athugasemdum sem fram komu á fundinum og í framhaldinu að undirrita samninginn fyrir hönd Vestmannaeyjabæjar, með fyrirvara um staðfestingu bæjarstjórnar.

Nýjustu fréttir

Eyjakona og drottning íslenskrar knattspyrnu
Bæjarstjórnarfundur í beinni
Andri Erlingsson til Kristianstad
Verulegur munur á tilboðum í flóðlýsingu Hásteinsvallar
Minningar um gos – söngvar og sögur í Eldheimum
„Fínasti vertíðarfiskur”
Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.