Farsælt samstarf við Samfés
Samfes-samningur-jan-2024_stjr
Guðrún Svava Baldursdóttir formaður Samfés og Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, undirrita samning í húsakynnum Samfés. Ljósmynd/Stjórnarráðið.

Markmið nýs samnings mennta- og barnamálaráðuneytisins við Samfés, Landssamtök félagsmiðstöðva og ungmennahúsa, er að tryggja framgang stefnu ráðuneytisins um tómstunda- og félagsstarf barna og ungmenna til 2030, auka lýðræðislega þátttöku barna og ungmenna í ákvarðanatöku og styðja við innleiðingu laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, skrifaði undir samninginn í síðustu viku ásamt Guðrúnu Svövu Baldursdóttur formanni Samfés.

Samfés, Landssamtök félagsmiðstöðva og ungmennahúsa á Íslandi, hafa verið starfrækt frá árinu 1985. Auk fjölbreyttra verkefna og viðburða fyrir börn, ungmenni og starfsfólk á vettvangi frístundastarfs allra 125 aðildarfélaga á landvísu er áhersla starfseminnar á að auka samstarf og samtal þeirra á milli, veita aðstoð, þjónustu og standa fyrir fjölbreyttum námskeiðum, forvarnar- og fræðsluverknum og styðja við aukna félags- og lýðræðisþátttöku ungs fólks á Íslandi.

Samfés styður við öflugt ungmennaráð sem samanstendur af 27 lýðræðislega kjörnum fulltrúum á aldrinum 13-16 ára frá öllum kjördæmum landsins og starfar á landsvísu. Ungmennaráð Samfés byggir m.a. á æskulýðslögum þar sem hlutverk ungmennaráða er að vera til ráðgjafar um málefni ungs fólks. Þá heldur Samfés úti Fulltrúaráði Samfés sem skipað er fulltrúum ungmennahúsa á aldrinum 16–25 ára.

Samfés vinnur nú þegar með mennta- og barnamálaráðuneytinu að margvíslegum verkefnum sem hefur fjölgað með samþykkt laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna, stefnu um tómstunda- og félagsstarf barna og ungmenna og stefnu um Barnvænt Ísland (framkvæmd Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna), segir í tilkynningu mennta- og barnamálaráðuneytisins.

Nýjustu fréttir

Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.