Farsímakerfi í hjálmum í sjómanna

Síminn og Radíómiðun hafa þróað staðbundið einkafarsímakerfi sem er algjörlega óháð hefðbundnum farsímakerfum. Þetta nýsköpunarverkefni varð til í samvinnu við sjávarútvegsfyrirtækin Fisk Seafood, Brim og Útgerðarfélag Reykjavíkur. Markmiðið er að auka öryggi sjómanna og bæta samskipti um borð í fiskiskipum á hafi úti. Frá þessu er greint í frétt á vef Fiskifrétta.

Sjómenn vinna oft við krefjandi aðstæður á dekki á sjó en samskipti milli manna á dekki og þeirra sem eru í brúnni hafa verið vandamál sem flestir skipstjórnarmenn þekkja.

Lausn Radíómiðunnar, sem er dótturfélag Símans, var að þróa einkafarsímakerfi sem er staðsett um borð í skipunum og er óháð öllu sambandi í landi.
Afar nettur sendabúnaður var hannaður og því næst sérsmíðaður. Búnaðurinn er minni en skókassi og er komið fyrir í tækjarými fyrir neðan þilja. Á dekkinu eru sjómenn með hjálma með innbyggðum heyrnatólum sem eru gerð fyrir þráðlaus samskipti. Mjög öflug síun á umhverfishljóðum gerir öll samskipti mun skýrari og skilvirkari en áður hefur þekkst.

Nýjustu fréttir

„Fínasti vertíðarfiskur”
Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.