Í gærdag varð það slys að trésmiður féll af þaki húss norðan vélahúss Vinnslustöðvarinnar, þar sem hann var við vinnu. Var fallið 6-7 metra hátt og kom maðurinn niður á steypta stétt með jarðvegi á. Eftir rannsókn á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja var hann sendur í sjúkraflugi til Reykjavíkur. Meiðsli hans eru mjaðmagrindarbrot auk nokkurra brákaðra og brotinna beina og eymsla. Meiðsli hans eru þó ekki fullrannsökuð.
Maðurinn mátti ekki heyra á það minnst að fara í sjúkrabíl eftir fallið, heldur vildi hann fara í fólksbíl á Heilbrigðisstofnunina, taldi meiðsli sín ekki það alvarleg. �?ótti starfsfólki Heilbrigðisstofnunarinnar það ekki gáfulegt enda geta meiðsli eftir svona hátt fall verið það alvarleg að slíkt hnjask í fólksbíl gæti gert meiðslin enn alvarlegri. Manninum heilsast að öðru leyti vel en á eftir að eiga í þessum meiðslum í besta falli í nokkra mánuði.