Jón Pétursson, framkvæmdastjóri hjá Vestmannaeyjabæ gerði – á fundi fræðsluráðs – grein fyrir stöðu heimgreiðslna eftir breyttar reglur sem tóku gildi 1. janúar sl.
Í janúar lágu fyrir 14 umsóknir um heimgreiðslur fyrir börn sem eru orðin 12 mánuða gömul og á biðlista eftir leikskólaplássi. Af þeim fengu 7 fulla heimagreiðslu og 4 hlutagreiðslu. Þrír af umsækjendum voru yfir tekjumörkum og milli 200 – 400 þúsund yfir viðmiðunum (1.050.000 kr). Styrkurinn var greiddur 5. febrúar og heildargreiðslur fyrir janúar 1.718.137 kr.
https://eyjar.net/heimgreidslur-ekki-ad-skila-ser/
Í bókun frá fulltrúum Sjálfstæðisflokksins segir að í ljósi þess að áhyggjur undirritaðra hafa raungerst og hópur foreldra fær nú engar eða mun minni heimgreiðslur en áður leggja undirritaðar fram eftirfarandi tillögu; “Fyrirkomulagi heimgreiðslna verði breytt aftur í fyrra horf og þeir sem rétt eiga á heimgreiðslum fái 110 þ. kr. mánaðarlega óháð tekjum”.
Kosið var um tillöguna og var hún felld með 3 atkvæðum E og H lista á móti 2 atkvæðum D lista.
Þiggja heimgreiðslur frekar en að þiggja leikskólapláss
Í bókun frá fulltrúum E og H lista segir að áhugavert sé að taka stöðuna eftir fyrsta mánuð heimgreiðslna skv. nýju fyrirkomulagi og er dreifingin milli þeirra sem eru yfir tekjuviðmiðum, þeirra sem fá hlutagreiðslur eða fullar greiðslur í samræmi við það sem áætlað var. Auk þess hafa foreldrar þriggja barna tekið ákvörðun um að þiggja heimgreiðslur frekar en að þiggja leikskólapláss strax. Nauðsynlegt er að gefa breyttu fyrirkomulagi lengri tíma til að geta metið áhrif þess.
Leitt að ekki sé hægt að bregðast hratt við óánægju foreldra
Í bókun frá D listanum segir að leitt sé að ekki sé hægt að bregðast hratt við óánægju foreldra gagnvart fyrirkomulaginu né tekið tillit til athugasemda minnihluta en undirritaðar leggja til að málið verði tekið fyrir að nýju í lok apríl þegar ársfjórðungsmat liggur fyrir.
https://eyjar.net/heimgreidslur-er-styrkur-en-ekki-laun/
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst