„Okkur hefur ekki borist bréf um að ákvörðun um fækkun ferða liggi fyrir né hefur verið haft samband við okkur af hálfu samgönguráðuneytisins eða Vegagerðarinnar vegna þessa. Þá veit ég ekki til þess að þingmenn Suðurlands hafi fengið upplýsingar um slíka fyrirætlun a.m.k. hefur enginn þeirra haft samband við okkur vegna þessa,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri þegar hann var spurður út í fækkun ferða Herjólfs.