Fiskveiðiárið 2019/2020
17. desember, 2020

Fiskveiðiárið 2019/2020 verður seint talið mikið aflaár í íslenskum sjávarútvegi. Heildarafli íslenska fiskiskipaflotans nam rúmlega  einni milljón og tíu þúsund tonnum. Mestu munar þar um aflabrestinn í loðnu annað árið í röð.

Fiskistofa hefur tekið saman margvíslegar yfirlitsupplýsingar um fiskveiðiárið. Heildaraflinn á fiskveiðiárinu 2019/2020 var rúmlega 1.011 þúsund tonn og dróst saman frá fyrra ári um 7,3%.

Botnfiskaflinn nam 483 þúsund tonnum og dróst saman um 30 þúsund tonn. Þorskaflinn jókst um 3 þúsund tonn en ýsuaflinn dróst saman um 11 þúsund tonn, þá dróst afli saman í ufsa um 17 þúsund tonn og rúmlega 3 þúsund tonn í gullkarfa.

Uppsjávarafli íslenska flotans dróst saman um 48 þúsund tonn á milli fiskveiðiára en bæði árin varð loðnubrestur eins og alkunna er. Kolmunnaaflinn dróst saman um rúmlega 25 þúsund tonn. Afli í íslenskri síld dróst saman um 8 þúsund tonn á milli fiskveiðiára, fór úr 41 þúsund tonnum í tæplega 33 þúsund tonn, en afli í norsk-íslenskri síld jókst úr 89 þúsund tonnum í rúmlega 109 þúsund tonn.

Yfirlit yfir aflabrögð, kvótamál og tegundir veiða á fiskveiðiárinu 2019/2020

Afli íslenska fiskiskipaflotans undanfarin ár

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.