Fisk­vinnsla, tank­ar og tækninýj­ung­ar í Eyj­um

Mikl­ar fram­kvæmd­ir hafa verið hjá stóru sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­un­um í Vest­manna­eyj­um, Ísfé­lag­inu, Vinnslu­stöðinni og Leo Sea­food, á síðustu árum og eru þau enn að. Fjallað er um þessar framkvæmdir í Morgunblaðinu í dag.

„Í frysti­hús­inu byggðum við frysti­klefa og flokk­un­ar­stöð á ár­un­um 2015 og 2016. Í FES, bræðslunni okk­ar, byggðum við einn stór­an hrá­efn­istank 2013 og fjóra litla 2020,“ seg­ir Stefán Friðriks­son, fram­kvæmda­stjóri Ísfé­lags­ins.

„Fram und­an á þessu ári er að setja upp fjórðu pökk­un­ar­lín­una í upp­sjáv­ar­vinnsl­unni og í fe­brú­ar tök­um við á móti upp­sjáv­ar­skipi sem við keypt­um í Nor­egi í haust en það var smíðað 2003,“ seg­ir Stefán. Leo Sea­food hef­ur unnið að mikl­um end­ur­bót­um á húsi og tækja­búnaði í hús­næði sínu við Garðaveg og er það eitt tækni­vædd­asta frysti­hús lands­ins. En ekki er látið staðar numið þar. Byrjað er að grafa fyr­ir 4.000 fm húsi fyr­ir botni Friðar-hafn­ar.

„Þetta verður frysti­hús með frysti­klefa sem eyk­ur mögu­leika okk­ar í vinnslu á sjáv­ar­af-urðum. Stefnt er að því að ljúka fram­kvæmd­um eft­ir tvö ár en það ræðst auðvitað af ýms­um þátt­um,“ seg­ir Daði Páls­son, eig­andi og stjórn­ar­formaður Leo Sea­food sem ekki er maður ein­ham­ur. „Ég hef komið að nokkr­um bygg­ing­ar­verk­efn­um og er núna ásamt fleir­um að und­ir­búa að byggja 20 íbúðir í fjöl­býl­is­hús­um við Sól­hlíð,“ bætti hann við.

13 millj­arða fram­kvæmd­ir
„Við höf­um fjár­fest fyr­ir 86 millj­ón­ir evra síðustu fimm ár, jafn­gildi 13,3 millj­arða ís­lenskra króna. Þar af 69 millj­ón­ir evra í var­an­leg­um rekstr­ar­fjármun­um, jafn-gildi 10,7 millj­óna króna,“ seg­ir Sig­ur­geir Brynj­ar Krist­geirs­son, fram­kvæmda­stjóri Vinnslu­stöðvar­inn­ar, en tek­ur fram að fjár­fest­ing­ar rekstr­ar­fjármuna 2020 hafi verið óveru­leg­ar. Meðal fjár­fest­inga nefn­ir hann kaup­in á tog­ar­an­um Breka sem smíðaður var í Kína.

„Við höf­um líka fjár­fest í ný­bygg­ing­um. Má þar nefna upp­sjáv­ar­frysti­hús, frysti­klefa, hrá-efn­istanka, mjöl­geymslu, flokk­un­ar­stöð og starfs­mannaaðstöðu sem verður tek­in í notk-un í ár. Það var kom­inn tími til að ráðast í upp­bygg­ingu fé­lags­ins enda bæði skip og húsa-kost­ur orðinn gam­all. En við eig­um enn eft­ir að end­ur­nýja botn­fisk­hlið fé­lags­ins. Það kem­ur von­andi á næstu árum,“ sagði Sig­ur­geir Brynj­ar einnig.

Nán­ar um málið í Morg­un­blaðinu

Nýjustu fréttir

Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.