Fjalla um gosupphafið í Sagnheimum á laugardaginn

Á laugardaginn nk. 27 janúar frá kl. 13:00-14:00 verður efnt til dagskrár til að minnast upphafs eldgossins á Heimaey fyrir röskri hálfri öld í Sagnheimum.

Tryggvi Sigurðsson, Ómar Garðarsson og Frosti Gíslason fjalla um gosupphafið.

Tryggvi Sigurðsson rekur ferðasögu nokkurra báta er fóru hina örlagaríku nótt til lands en hann er sem kunnugt er óþrjótandi hafsjór þekkingar um bátana og þá sem þar áttu andvökunótt.

Ómar Garðarsson og Frosti Gíslason ræða um næstu skref verkefnisins Allir í bátana en í samstarfi við frumkvöðulinn, Ingiberg Óskarsson, er ætlunin að koma þeim upplýsingum sem þar er að finna í notendavæna heimasíðu.

Ramminn utan um dagskrána er hin glæsilega sýning Til hafnar, sem Vala Pálsdóttir og Joe Keys hönnuðu og settu upp. Þar er að finna ljósmyndir af þeim tæplega 80 bátum sem sigldu með Eyjamenn til meginlandsins nóttina sem gos hófst.

Kjörið tækifæri til að sjá sýninguna og fræðast um einstakan viðburð í sögunni.

Nýjustu fréttir

Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.