Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti þann 11. júní 2025 að kynna á vinnslustigi deiliskipulag við Rauðagerði í Vestmannaeyjum.
Við Boðaslóð 8-10 starfaði áður starfaði leikskólinn Rauðagerði. Ákvörðun hefur verið tekin um að húsnæðið muni verða rifið og þess í stað gert ráð fyrir íbúðarhúsnæði á lóðinni. Lóðin tilheyrir svæði þar sem er rótgróin íbúðarbyggð en svæðið er ódeiliskipulagt. Nú er unnið nýtt deiliskipulag fyrir svæðið sem afmarkast af Hásteinsvegi, Boðaslóð, Bessastíg og Heiðarvegi.
Við Boðaslóð 8-10 er gert ráð fyrir fjórum litlum fjölbýlishúsum fyrir samtals 16-18 íbúðir. Gert er ráð fyrir bílakjallara í norðurenda lóðarinnar fyrir allt að 16 bíla, en auk þess er legu gangstéttar við Boðaslóð breytt þannig að hægt verði að koma fyrir skábílastæðum og koma þannig fyrir fleiri stæðum við götuna.
Auk breytinga við Boðaslóð 8-10 er gert ráð fyrir viðbyggingu til suðurs við jarðhæð Hásteinsvegs 43. Að lokum eru settir fram almennir skilmálar m.a. fyrir girðingar og skjólveggi, garðskúra og fleira fyrir deiliskipulagssvæðið.
Skipulagsgögn má finna á skipulagsgátt Skipulagsstofnunar og á útprentuðu formi í afgreiðslu í Ráðhúsi Vestmannaeyja við Kirkjuveg 60.
Umsagnir skulu berast í gegnum skipulagsgátt Skipulagsstofnunar eða skriflega í afgreiðslu Ráðhúss hafi íbúar ekki tök á að setja fram umsögn í skipulagsgátt. Veittur er frestur til og með 17. september 2025 til að skila umsögn vegna deiliskipulagsins. Hér má kynna sér tillöguna betur.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst