Sofa vel, borða hollan og fjölbreyttan mat með áherslu á prótein, hreyfa sig, setja sér markmið, rækta vini og fjölskyldu og horfa á björtu hliðar tilverunnar var meginstefið á ráðstefnunni, Að verða besta útgáfan af sjálfum sér sem haldin var í Sagnheimum sunnudaginn 5. febrúar. Allt atriði sem þarf að hafa í huga á leið að betra lífi, ekki síst ætli maður sér að verða 200 ára.
Bryggjan var þéttsetin og er áætlað að gestir hafi verið hátt í eitt hundrað. Fólkið var mætt til að hlusta á frábæra fyrirlesara og kynna sér það sem er í boði til að efla heilsuna hér í Eyjum. Boðið var upp á blóðsykursmælingar í boði Lions, teknar nokkrar jógaæfingar og verkefni til heilsueflingar fyrir 60 ára og eldri sem HSU stendur að var kynnt. Safnahús stóð að ráðstefnunni, Kári Bjarnason og Sigurhanna Friðþórsdóttir frá Safnahúsi ásamt Fjólu Jónsdóttur, Gísla Foster og Tryggva Hjaltasyni. Auk þess kynntu fyrirtæki í heilsugeiranum starfsemi sína.
Sigurjón Ernir Sturluson ofurhlaupari og eyjakonurnar Elísa og Margrét Lára Viðarsdætur fluttu fyrirlestra yfir netið vegna erfiðleika í samgöngum en Tryggvi Hjaltason, hugsuður með meiru var á staðnum. Guðný Bogadóttir sagði frá afar spennandi verkefni til heilsueflingar sem sjúkrahúsið er að fara af stað með fyrir fólk 60 ára og eldra. Það var skemmtilegt uppbrot þegar Jóhanna Jóhannsdóttir á Hressó fékk gesti til að taka nokkrar jógaæfingar. Bráðnauðsynlegt þegar setur gerast langar.
Nánar í nýjasta blaði Eyjafrétta.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.