Fjölmargar frá ÍBV
handbolti-6.jpg
Níu stelpur voru valdar frá ÍBV í yngri landslið kvenna.

Yngri landslið kvenna hjá HSÍ æfa dagana 29. febrúar – 3. mars nk. og voru gefnir út æfingahópar um helgina fyrir U15, U16, U18 og U20.

Alls eru níu leikmenn frá ÍBV sem taka þátt í þessum æfingum. Farið er yfir valið á heimasíðu ÍBV í dag.

Hildur Þorgeirsdóttir og Sigríður Unnur Jónsdóttir völdu Kristínu Klöru Óskarsdóttur og Lilju Kristínu Svansdóttur til æfinga með U15.

Díana Guðjónsdóttir og Jón Brynjar Björnsson völdu Agnesi Lilju Styrmisdóttur, Birnu Dögg Egilsdóttur og Klöru Káradóttur til æfinga með U16.

Rakel Dögg Bragadóttir og Sigurjón Friðbjörn Björnsson völdu Alexöndru Ósk Viktorsdóttur sem nú leikur með Ikast í Danmörku.

Ágúst Þór Jóhannsson og Árni Stefán Guðjónsson völdu Amelíu Dís Einarsdóttur, Söru Dröfn Richardsdóttur og Þóru Björgu Stefánsdóttur til æfinga með U20.

ÍBV óskar þeim til hamingju með valið, segir í fréttinni á vefsíðu ÍBV.

Nýjustu fréttir

Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Guðbrandur Einarsson segir af sér þingmennsku
Mikill áhugi á Eyjagöngum
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.