Fjölmenni við blysför (myndir)

Í gær var þess minnst með fjölmörgum atburðum að 50 ár er liðin frá því að eldgos hófst á Heimaey. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands heimsótti Vestmannaeyjar og flutti ávarp á minningarviðburði vegna eldgossins í Heimaey.

Að morgni dags var haldinn minningarfundur í bæjarstjórn Vestmannaeyjarbæjar þar sem forseti var gestur og flutti ávarp. Þá heimsótti hann ýmsar stofnanir bæjarins og ræddi við heimamenn á öllum aldri.

Fjölmenn blysför var farin var frá Landakirkju að Eldheimum. Þar tók við hátíðarviðburður þar sem forseti og forsætisráðherra fluttu ávörp, auk bæjarstjóra og forseta bæjarstjórnar Vestmannaeyja. Viðburðinum var að hluta sjónvarpað beint í Kastljósi og má sjá upptökuna á vef ríkissjónvarpsins. Ávarp forseta má lesa hér.

Nýjustu fréttir

Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.