Helgina fyrir þjóðhátíð fara nokkrir vaskir Eyjamenn í Brandinn og dveljast við ýmsar menningarlegar athafnir. �?ar eiga þeir skjól í myndarlegu húsi sem þeir hafa komið sér upp. Um síðustu helgi var gleðin og tilhlökkunin meiri en venju því vígja átti orgel sem fluttu út í eyna.
Til að gera þetta sem hátíðlegast af þessu tilefni var hljómsveitin Brimnes fengin til að halda tónleika í Brandinum. Margir mættu í veisluna stóð fram á morgun. Verður hún lengi í minnum höfð. Páll Guðmundsson tók þessar myndir. Brimnes kom líka við í Álsey og ein myndin tekin þar.