Miðflokksmenn, Sigmundur Davíð, Karl Gauti og Snorri Másson mega vera ánægðir með aðsókn á fund þeirra á Háaloftinu í Vestmannaeyjum í gærkvöldi. Milli 120 og 130 mættu á fundinn sem er sá fjölmennasti sem einn stjórnmálaflokkur hefur haldið í Eyjum í mörg ár.
Þeir fóru yfir helstu stefnumál flokksins í innflytjendamálum, ríkisfjármálum, skattagleði ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur og einbeittum vilja ráðherra Viðreisnar til að koma Íslandi inn í Evrópusambandið, með góðu eða illu.
Þeir upplýstu að markmið þeirra er að Miðflokkurinn taki virkan þátt í komandi sveitarstjórnarkosningum í stærri bæjarfélögum. Er það í samræmi við það sem Karl Gauti sagði við Eyjafréttir fyrir nokkrum dögum, að stefnt er að framboði í Vestmannaeyjum í kosningum í maí í vor.

Vel á annað hundrað manns sóttu fundinn í gærkvöldi. Myndir Óskar Pétur.

Þrír á palli, Snorri, Sigmundur Davíð og Karl Gauti.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst