Í vikunni var tilkynnt um lið árins í Lengjudeild kvenna hjá Fótbolti.net. Þjálfarar deildarinnar sáu um að velja úrvalsliðið. Eins og flestir vita þá vann ÍBV deildina með yfirburðum og tapaði einungis einum leik. ÍBV á fimm fulltrúa í liðinu, markvörðinn Guðnýju Geirsdóttir, fyrirliðann Avery Mae Vanderven, Allison Clark, Allison Grace Lowrey og Olgu Sevcovu. Einnig var Helena Hekla Hlynsdóttir á bekknum í liðinu. Allison Grace Lowrey var kjörinn leikmaður ársins en hún varð langmarkhæst í deildinni með 25 mörk. Olga Secvova varð næst markhæst með 15 mörk og Allison Clark þriðja með 13. Hér að neðan má hjá liðið í heild sinni.
Lið ársins:
Guðný Geirsdóttir – ÍBV
Sigríður Emma F. Jónsdóttir – Grindavík/Njarðvík
Emma Nicole Phillips – Grindavík/Njarðvík
Avery Mae Vanderven – ÍBV
Hildur Björk Búadóttir – Grótta
Danai Kaldaridou – Grindavík/Njarðvík
Allison Clark – ÍBV
Makayla Soll – KR
Brookelyn Entz – Grindavík/Njarðvík
Allison Lowrey – ÍBV
Olga Sevcova – ÍBV
Bekkur:
Kaylie Erin Bierman – HK
Maya Camille Neal – KR
Helena Hekla Hlynsdóttir – ÍBV
Rebekka Sif Brynjarsdóttir – Grótta
Isabella Eva Aradóttir – HK
Katla Guðmundsdóttir – KR
Hulda Ösp Ágústsdóttir – Grótta
Þjálfari ársins: Gylfi Tryggvason (Grindavík/Njarðvík)
Jón Óli Daníelsson, þjálfari ÍBV, var annar í þessari kosningu en það munaði litlu sem engu á honum og Gylfa.
Efnilegust: Rebekka Sif Brynjarsdóttir (Grótta)
Leikmaður ársins: Allison Lowrey (ÍBV)
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst