Í vikunni var tilkynnt um lið árins í Lengjudeild kvenna hjá Fótbolti.net. Þjálfarar deildarinnar sáu um að velja úrvalsliðið. Eins og flestir vita þá vann ÍBV deildina með yfirburðum og tapaði einungis einum leik. ÍBV á fimm fulltrúa í liðinu, markvörðinn Guðnýju Geirsdóttir, fyrirliðann Avery Mae Vanderven, Allison Clark, Allison Grace Lowrey og Olgu Sevcovu. Einnig var Helena Hekla Hlynsdóttir á bekknum í liðinu. Allison Grace Lowrey var kjörinn leikmaður ársins en hún varð langmarkhæst í deildinni með 25 mörk. Olga Secvova varð næst markhæst með 15 mörk og Allison Clark þriðja með 13. Hér að neðan má hjá liðið í heild sinni.
Lið ársins:
Guðný Geirsdóttir – ÍBV
Sigríður Emma F. Jónsdóttir – Grindavík/Njarðvík
Emma Nicole Phillips – Grindavík/Njarðvík
Avery Mae Vanderven – ÍBV
Hildur Björk Búadóttir – Grótta
Danai Kaldaridou – Grindavík/Njarðvík
Allison Clark – ÍBV
Makayla Soll – KR
Brookelyn Entz – Grindavík/Njarðvík
Allison Lowrey – ÍBV
Olga Sevcova – ÍBV

Bekkur:
Kaylie Erin Bierman – HK
Maya Camille Neal – KR
Helena Hekla Hlynsdóttir – ÍBV
Rebekka Sif Brynjarsdóttir – Grótta
Isabella Eva Aradóttir – HK
Katla Guðmundsdóttir – KR
Hulda Ösp Ágústsdóttir – Grótta
Þjálfari ársins: Gylfi Tryggvason (Grindavík/Njarðvík)
Jón Óli Daníelsson, þjálfari ÍBV, var annar í þessari kosningu en það munaði litlu sem engu á honum og Gylfa.
Efnilegust: Rebekka Sif Brynjarsdóttir (Grótta)
Leikmaður ársins: Allison Lowrey (ÍBV)




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.